Valdfíknin það allra öflugasta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. júní 2015 12:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira