Tala látinna komin í 37 í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 17:44 Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni. Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni.
Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02