Tala látinna komin í 37 í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 17:44 Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni. Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni.
Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02