Hverfandi líkur á að samningar takist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2015 18:30 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Vísir/Stefán Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira