Mögulegur úrslitafundur í deilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2015 12:02 Frá fyrri samningafundi. Vísir/Valli Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira