Má ég nafngreina kvalara minn? Guðný Hjaltadóttir skrifar 11. júní 2015 09:51 Bylting varð í Facebook-hópnum Beauty tips á dögunum þar sem fjöldi kvenna hefur komið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í örfáum tilvikum munu meintir gerendur hafa verið nafngreindir og hefur í framhaldinu komið fram að þeir hyggist stefna ákveðnum einstaklingum fyrir ærumeiðandi ummæli. Dómsniðurstaða er í augum þeirra sem eitthvað þekkja til ærumeiðingarmála nokkuð augljós. Sé um að ræða ummæli sem fela í sér staðhæfingu um refsiverða háttsemi, sem ekki er hægt að færa sönnur á, má búast við dómi stefnendum í hag. Er þetta samspil ærumeiðinga við mikilvægi þess að brotaþolar greini frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir erfitt viðfangsefni og vandmeðfarið. Tilgangur byltingarinnar var að skila skömminni heim til gerenda í þessum málum. Greinahöfundi er ekki kunnugt um hvort stefndu eru meintir brotaþolar eða þriðji aðili en greinin miðast við þá aðstöðu þegar meintum brotaþola er stefnt. Virðist það í augum margra, skjóta skökku við að sá er greinir frá kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir, jafnvel eftir margra ára þöggun, geti þurft að svara til saka gegn meintum geranda sínum. Ég ímynda mér, í þeim tilvikum sem ásakanir eru sannar en ósannaðar, að slík aðstaða sé gríðarlega þungbær fyrir þann sem stefnt er og orðið hefur fyrir ofbeldinu. Enda fá brot sem leggjast með jafn alvarlegum hætti á sálir manna og kynferðisbrot. Fjöldi reynslusagna kom greinahöfundi svo sem ekki á óvart í sjálfu sér enda var seta í refsirétti við lagadeild á sínum tíma viss þolraun. Áttaði maður sig þá á því hversu hrikalega algeng slík brot eru. Alvarleg og alls staðar. Í fullkomnum heimi væri nóg að einstaklingur greindi frá ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir án þess að saga hans yrði dregin í efa. Því miður er staðan ekki sú og þó sjaldgæft sé eru dæmi um að menn hafi verið bornir sökum um refsiverð brot að ósekju. Þá getur upplifun manna verið misjöfn. Á meðan einstaklingur getur verið í þeirri trú að samþykki sé fyrir kynlífi getur mótaðili hans upplifað það með allt öðrum hætti. Skiptir þetta hugarástand gerenda grundvallarmáli enda er það meginregla almennra hegningarlaga að einstaklingi verður ekki refsað fyrir brot af gáleysi. Eins og í öllum málum verður framburður brotaþola einn og sér þannig ekki lagður til grundvallar heldur er gerð krafa um frekari sönnunargögn. Er það eina ásættanlega niðurstaðan enda getum við flest fallist á að við myndum krefjast frekari sönnunar en orð um sekt einhvers sem okkur er nákominn.Æra vernduð í hegningarlögum Æra manna er vernduð í almennum hegningarlögum. Eru menn m.a. verndaðir fyrir ásökunum um refsiverða háttsemi sé háttsemin ekki sönnuð. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt línurnar um hvaða aðferðafræði skuli beitt við mat á því hvort um sé að ræða ærumeiðandi ummæli. Þarf þannig á greina á milli þess hvort um sé að ræða gildisdóma eða staðhæfingar um staðreyndir. Haldi einhver því til að mynda fram að annar aðili sé ,,asni“ er um gildisdóm að ræða enda er það mat þess sem ummælin hefur að hinn sé asni. Er viss ómöguleiki fólginn í því að sanna að annar einstaklingur sé asni. Slíkir gildisdómar eru refsilausir. Það eru staðhæfingar hins vegar ekki. Haldi einhver því fram að annar hafi brotið gegn sér eða öðrum kynferðislega er ekki um að ræða gildisdóm enda er það ekki persónulegt mat hans heldur staðhæfir hann að sá hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Það er brýnt að vekja athygli á því að einstaklingar geta gerst sekir um ærumeiðandi ummæli án þess að nafn hlutaðeigandi sé tilgreint með beinum hætti. Sé vísað til meints geranda með þeim hætti að augljóst er við hvern er átt getur það verið nægjanlegt. Í ærumeiðingarmálum gildir sú regla að ekki verði refsað fyrir sönn ummæli. Felast varnir stefndu fyrir dómi þannig m.a. í því að reyna að sanna að þær staðhæfingar sem voru viðhafðar séu sannar. Einstaklingi verður þannig ekki gerð refsing fyrir að staðhæfa að annar hafi brotið gegn öðrum kynferðislega ef það er sannað að hann hafi gert það. Þegar einstaklingar hafa hins vegar ekki verið dæmdir fyrir þá háttsemi sem þeim er gert að sök er erfitt að ætla að færa sönnur á hana. Ummæli um kynferðisbrot eru þannig einstaklega viðkvæm þar sem það einkennir að jafnaði slík brot að fáir eru viðstaddir og jafnvel fátt um önnur sönnunargögn. Takist sönnun ekki má búast við að dómur falli stefnanda í hag. Í þessu felst ekki að sá sem ærumeiðandi ummælin voru viðhöfð um hafi ekki framið brotið heldur einungis að ekki er unnt að færa sönnur á hana. Í þeim tilvikum sem einstaklingur hefur kært annan til lögreglu fyrir refsivert brot er honum frjálst að greina frá því að hann hafi gert það enda sé það satt að hann hafi gert svo.Hætta á málsókn Það er vont að til séu einstaklingar sem þurfi að lifa við það að kvalarar þeirra þurfi aldrei að sæta refsingu fyrir brot sín gegn þeim. Það er hins vegar töluvert verra að í einhverjum tilvikum þurfi einstaklingar að mæta fyrir dóm að kvaðningu kvalara þeirra og svara til saka fyrir ummæli sem eru kannski sönn en ekki hægt að færa sönnur á. Því miður er réttarkerfið okkar ekki fullkomnara en það. Því það er vissulega mikilvægt að æra manna njóti verndar. Einstaklingar eiga þannig ekki að þurfa að sætta sig við að fullyrt sé að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi – nema jú það liggi fyrir að þeir hafi gert það. Að öðrum kosti væri vald einstaklinga yfir æru annarra of mikið og vald er vandmeðfarið. Þetta þýðir þó ekki að einstaklingum sé aldrei óhætt að greina frá nafni þess er brýtur gegn þeim. Langt í frá. Sé það hins vegar gert skriflega og opinberlega er hætta á málsókn enda sönnun um ummælin þá einföld. Greinahöfundur fagnar því að brotaþolar skuli stíga fram með sögur sínar. Kynferðisbrot voru þögguð niður alltof lengi á þessu landi með þeim afleiðingum að nokkrir af okkar verstu glæpamönnum hafa sloppið án nokkurrar refsingar, alvarleiki brotanna var lengi vel talinn lítill og dómar í samræmi við það. Áfram Beauty tips. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Bylting varð í Facebook-hópnum Beauty tips á dögunum þar sem fjöldi kvenna hefur komið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í örfáum tilvikum munu meintir gerendur hafa verið nafngreindir og hefur í framhaldinu komið fram að þeir hyggist stefna ákveðnum einstaklingum fyrir ærumeiðandi ummæli. Dómsniðurstaða er í augum þeirra sem eitthvað þekkja til ærumeiðingarmála nokkuð augljós. Sé um að ræða ummæli sem fela í sér staðhæfingu um refsiverða háttsemi, sem ekki er hægt að færa sönnur á, má búast við dómi stefnendum í hag. Er þetta samspil ærumeiðinga við mikilvægi þess að brotaþolar greini frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir erfitt viðfangsefni og vandmeðfarið. Tilgangur byltingarinnar var að skila skömminni heim til gerenda í þessum málum. Greinahöfundi er ekki kunnugt um hvort stefndu eru meintir brotaþolar eða þriðji aðili en greinin miðast við þá aðstöðu þegar meintum brotaþola er stefnt. Virðist það í augum margra, skjóta skökku við að sá er greinir frá kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir, jafnvel eftir margra ára þöggun, geti þurft að svara til saka gegn meintum geranda sínum. Ég ímynda mér, í þeim tilvikum sem ásakanir eru sannar en ósannaðar, að slík aðstaða sé gríðarlega þungbær fyrir þann sem stefnt er og orðið hefur fyrir ofbeldinu. Enda fá brot sem leggjast með jafn alvarlegum hætti á sálir manna og kynferðisbrot. Fjöldi reynslusagna kom greinahöfundi svo sem ekki á óvart í sjálfu sér enda var seta í refsirétti við lagadeild á sínum tíma viss þolraun. Áttaði maður sig þá á því hversu hrikalega algeng slík brot eru. Alvarleg og alls staðar. Í fullkomnum heimi væri nóg að einstaklingur greindi frá ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir án þess að saga hans yrði dregin í efa. Því miður er staðan ekki sú og þó sjaldgæft sé eru dæmi um að menn hafi verið bornir sökum um refsiverð brot að ósekju. Þá getur upplifun manna verið misjöfn. Á meðan einstaklingur getur verið í þeirri trú að samþykki sé fyrir kynlífi getur mótaðili hans upplifað það með allt öðrum hætti. Skiptir þetta hugarástand gerenda grundvallarmáli enda er það meginregla almennra hegningarlaga að einstaklingi verður ekki refsað fyrir brot af gáleysi. Eins og í öllum málum verður framburður brotaþola einn og sér þannig ekki lagður til grundvallar heldur er gerð krafa um frekari sönnunargögn. Er það eina ásættanlega niðurstaðan enda getum við flest fallist á að við myndum krefjast frekari sönnunar en orð um sekt einhvers sem okkur er nákominn.Æra vernduð í hegningarlögum Æra manna er vernduð í almennum hegningarlögum. Eru menn m.a. verndaðir fyrir ásökunum um refsiverða háttsemi sé háttsemin ekki sönnuð. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt línurnar um hvaða aðferðafræði skuli beitt við mat á því hvort um sé að ræða ærumeiðandi ummæli. Þarf þannig á greina á milli þess hvort um sé að ræða gildisdóma eða staðhæfingar um staðreyndir. Haldi einhver því til að mynda fram að annar aðili sé ,,asni“ er um gildisdóm að ræða enda er það mat þess sem ummælin hefur að hinn sé asni. Er viss ómöguleiki fólginn í því að sanna að annar einstaklingur sé asni. Slíkir gildisdómar eru refsilausir. Það eru staðhæfingar hins vegar ekki. Haldi einhver því fram að annar hafi brotið gegn sér eða öðrum kynferðislega er ekki um að ræða gildisdóm enda er það ekki persónulegt mat hans heldur staðhæfir hann að sá hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Það er brýnt að vekja athygli á því að einstaklingar geta gerst sekir um ærumeiðandi ummæli án þess að nafn hlutaðeigandi sé tilgreint með beinum hætti. Sé vísað til meints geranda með þeim hætti að augljóst er við hvern er átt getur það verið nægjanlegt. Í ærumeiðingarmálum gildir sú regla að ekki verði refsað fyrir sönn ummæli. Felast varnir stefndu fyrir dómi þannig m.a. í því að reyna að sanna að þær staðhæfingar sem voru viðhafðar séu sannar. Einstaklingi verður þannig ekki gerð refsing fyrir að staðhæfa að annar hafi brotið gegn öðrum kynferðislega ef það er sannað að hann hafi gert það. Þegar einstaklingar hafa hins vegar ekki verið dæmdir fyrir þá háttsemi sem þeim er gert að sök er erfitt að ætla að færa sönnur á hana. Ummæli um kynferðisbrot eru þannig einstaklega viðkvæm þar sem það einkennir að jafnaði slík brot að fáir eru viðstaddir og jafnvel fátt um önnur sönnunargögn. Takist sönnun ekki má búast við að dómur falli stefnanda í hag. Í þessu felst ekki að sá sem ærumeiðandi ummælin voru viðhöfð um hafi ekki framið brotið heldur einungis að ekki er unnt að færa sönnur á hana. Í þeim tilvikum sem einstaklingur hefur kært annan til lögreglu fyrir refsivert brot er honum frjálst að greina frá því að hann hafi gert það enda sé það satt að hann hafi gert svo.Hætta á málsókn Það er vont að til séu einstaklingar sem þurfi að lifa við það að kvalarar þeirra þurfi aldrei að sæta refsingu fyrir brot sín gegn þeim. Það er hins vegar töluvert verra að í einhverjum tilvikum þurfi einstaklingar að mæta fyrir dóm að kvaðningu kvalara þeirra og svara til saka fyrir ummæli sem eru kannski sönn en ekki hægt að færa sönnur á. Því miður er réttarkerfið okkar ekki fullkomnara en það. Því það er vissulega mikilvægt að æra manna njóti verndar. Einstaklingar eiga þannig ekki að þurfa að sætta sig við að fullyrt sé að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi – nema jú það liggi fyrir að þeir hafi gert það. Að öðrum kosti væri vald einstaklinga yfir æru annarra of mikið og vald er vandmeðfarið. Þetta þýðir þó ekki að einstaklingum sé aldrei óhætt að greina frá nafni þess er brýtur gegn þeim. Langt í frá. Sé það hins vegar gert skriflega og opinberlega er hætta á málsókn enda sönnun um ummælin þá einföld. Greinahöfundur fagnar því að brotaþolar skuli stíga fram með sögur sínar. Kynferðisbrot voru þögguð niður alltof lengi á þessu landi með þeim afleiðingum að nokkrir af okkar verstu glæpamönnum hafa sloppið án nokkurrar refsingar, alvarleiki brotanna var lengi vel talinn lítill og dómar í samræmi við það. Áfram Beauty tips.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun