Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 10:36 Áhrif verkfallsins á starfsemi Landspítalans eru mikil og alvarleg. Vísir/Vilhelm Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34