Öruggt heilbrigðiskerfi til frambúðar er hagur allra landsmanna Rut Sigurjónsdóttir skrifar 11. júní 2015 15:26 Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar