
Á nú að pissa í skóinn sinn?
Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið!
Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.
„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“
Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?
Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því?
Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna.
Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi.
Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.
Verkfallið verður að stöðva með samningum
Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar.
Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað!
Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu.
Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna!
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar