Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svartfjallaland 19-19 | Stórleikur Florentinu dugði ekki til sigurs Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 14. júní 2015 17:30 Florentina Grecu-Stanciu átti stórleik. vísir/ernir Ísland og Svartfjallaland skildu jöfn, 19-19, í Laugardalshöllinni í dag, í seinni umspilsleik liðanna um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. Jafnteflið dugði íslenska liðinu skammt en Svartfellingar unnu fyrri leikinn með níu mörkum, 28-19, og viðureignina samanlagt 47-38.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar sem sjá má. Florentina Stanciu átti stórkostlegan leik í íslenska markinu í dag og varði alls 30 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig. Lygilegar tölur og grátlegt að þessi frammistaða Stjörnukonunnar hafi ekki dugað til sigurs. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði erfitt og allt að því ómögulegt. En íslenska liðinu til hróss mætti það ákveðið til leiks og var sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin, með Sunnu Jónsdóttir í aðalhlutverki, var sterk og þar fyrir aftan var Florentina Stanciu í mögnuðum ham. Stjörnukonan varði alls 17 skot í fyrri hálfleik, eða 63% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var góður framan af leik og liðið náði í tvígang þriggja marka forystu, 8-5 og 9-6. En síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks hrökk sóknin í baklás og íslensku stelpurnar skoruðu aðeins eitt mark síðustu 10 mínúturnar. Hægri vængurinn var algjörlega óvirkur en Ísland fékk ekki mark þaðan í fyrri hálfleik. Þá gerði íslenska liðið full marga tæknifeila. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn óx þeim svartfellsku ásmegin og þær leiddu með einu marki í hálfleik, 10-11, sem var í raun ótrúlegt miðað við frammistöðu Florentinu. Marina Rajcic stóð reyndar fyrir sínu í marki gestanna og varði níu skot (47%) í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þótt Svartfellingar væru jafnan á undan að skora. Gestirnir náðu hins vegar aldrei meira en tveggja forystu. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar og Florentina varði áfram sem óð væri. Íslensku stelpurnar komust svo loks yfir á 51. mínútu, 17-16, þegar Ramune Pekarskyte, sem átti annars mjög erfitt uppdráttar í sókninni í seinni hálfleik, skoraði laglegt mark. Ísland komst tvívegis í viðbót yfir á lokakaflanum en náði ekki að klára dæmið. Íslenska liðið var með boltann þegar tæpar 40 sekúndur voru eftir en sú sókn endaði með slöku skoti Ramune sem fór yfir markið. Svartfellingar fengu 16 sekúndur til að tryggja sér sigurinn en Florentina kórónaði stórleik sinn með því að verja lokaskot Katarinu Bulatovic. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Ramune kom næst með fjögur. Bulatovic skoraði mest fyrir gestina, eða sex mörk.vísir/ernirÁgúst: Vantaði fleiri auðveld mörkÁgúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, sagði íslenska liðið geta ágætlega við unað eftir jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. "Það þarf að horfa til þess að við erum að spila við eitt besta landslið í heimi, þannig að jafntefli eru alveg viðunandi úrslit," sagði Ágúst. "En miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við pínu klaufar að vinna ekki leikinn. Við voru allavega í stöðu til þess og þess vegna er þetta svekkjandi." Ísland tapaði fyrri leiknum með níu mörkum því var ljóst að verkefnið væri nær ómögulegt. En hvernig gekk Ágústi að mótivera sínar stelpur fyrir leikinn? "Það var lítið mál. Við erum með mikið af atvinnumönnum í liðinu sem eru algjörir fagmenn. Eins og fólk sá vantaði ekkert upp á baráttuna og vinnusemina í liðinu en hún var til fyrirmyndar. "Þær gáfu allt í þetta og ég held við getum gengið stoltar frá verkefninu. En auðvitað er maður pínu svekktur og þá serstaklega með að ná ekki betri úrslitum á útivelli," sagði Ágúst sem sagði að íslenska liðið hefði vantað auðveld mörk í dag. Florentina Stanciu varði eins og berserkur en þrátt fyrir það skoraði Ísland aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. "Það er það sem við þurfum. Við vissum það fyrirfram að þær eru hávaxnar og líkamlega sterkar í sínum varnarleik, þannig að við þurftum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum, hvort sem það er úr fyrstu eða annarri bylgju. "Við fengum of lítið af slíkum mörkum og þurfum að fara yfir það," sagði Ágúst að lokum.vísir/ernirHrafnhildur Hanna: Erum ekkert slakari en þetta lið Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk þegar það gerði 19-19 jafntefli við Svartfjallaland á heimavelli í dag. "Þetta eru alveg ásættanleg úrslit. Við vorum að spila við eitt besta lið heims en við mið hvernig leikurinn spilaðist fannst mér við eiga meira skilið. "Við erum ekkert slakari en þetta lið," sagði Hrafnhildur en Ísland tapaði fyrri leiknum með níu marka mun, 28-19. En var sá munur of mikill að mati Hrafnhildar? "Það var alltof mikill munur og gaf ekki rétta mynd af leiknum. Mér fannst við eiga að vinna þann leik miðað við hvernig hann spilaðist. Við vorum klaufar og klúðruðum þessu," sagði Hrafnhildur sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir þennan frammistöðu í íslenska markinu. "Hún var frábær í dag, alveg frábær, en við náðum ekki nýta okkur það með einföldum mörkum úr hraðaupphlaupum." Hrafnhildur til þess að gera nýliði í landsliðinu en hún átti frábært tímabil með Selfossi í vetur. Hún segir að það hafi verið vel tekið á móti sér. "Þetta hefur verið fínt. Mér finnst ég vera velkomin í hópinn og það er gott að koma inn í hann og mér líður vel," sagði Hrafnhildur sem verður áfram í herbúðum Selfoss á næsta tímabili. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland og Svartfjallaland skildu jöfn, 19-19, í Laugardalshöllinni í dag, í seinni umspilsleik liðanna um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. Jafnteflið dugði íslenska liðinu skammt en Svartfellingar unnu fyrri leikinn með níu mörkum, 28-19, og viðureignina samanlagt 47-38.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar sem sjá má. Florentina Stanciu átti stórkostlegan leik í íslenska markinu í dag og varði alls 30 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig. Lygilegar tölur og grátlegt að þessi frammistaða Stjörnukonunnar hafi ekki dugað til sigurs. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði erfitt og allt að því ómögulegt. En íslenska liðinu til hróss mætti það ákveðið til leiks og var sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin, með Sunnu Jónsdóttir í aðalhlutverki, var sterk og þar fyrir aftan var Florentina Stanciu í mögnuðum ham. Stjörnukonan varði alls 17 skot í fyrri hálfleik, eða 63% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var góður framan af leik og liðið náði í tvígang þriggja marka forystu, 8-5 og 9-6. En síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks hrökk sóknin í baklás og íslensku stelpurnar skoruðu aðeins eitt mark síðustu 10 mínúturnar. Hægri vængurinn var algjörlega óvirkur en Ísland fékk ekki mark þaðan í fyrri hálfleik. Þá gerði íslenska liðið full marga tæknifeila. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn óx þeim svartfellsku ásmegin og þær leiddu með einu marki í hálfleik, 10-11, sem var í raun ótrúlegt miðað við frammistöðu Florentinu. Marina Rajcic stóð reyndar fyrir sínu í marki gestanna og varði níu skot (47%) í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þótt Svartfellingar væru jafnan á undan að skora. Gestirnir náðu hins vegar aldrei meira en tveggja forystu. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar og Florentina varði áfram sem óð væri. Íslensku stelpurnar komust svo loks yfir á 51. mínútu, 17-16, þegar Ramune Pekarskyte, sem átti annars mjög erfitt uppdráttar í sókninni í seinni hálfleik, skoraði laglegt mark. Ísland komst tvívegis í viðbót yfir á lokakaflanum en náði ekki að klára dæmið. Íslenska liðið var með boltann þegar tæpar 40 sekúndur voru eftir en sú sókn endaði með slöku skoti Ramune sem fór yfir markið. Svartfellingar fengu 16 sekúndur til að tryggja sér sigurinn en Florentina kórónaði stórleik sinn með því að verja lokaskot Katarinu Bulatovic. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Ramune kom næst með fjögur. Bulatovic skoraði mest fyrir gestina, eða sex mörk.vísir/ernirÁgúst: Vantaði fleiri auðveld mörkÁgúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, sagði íslenska liðið geta ágætlega við unað eftir jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. "Það þarf að horfa til þess að við erum að spila við eitt besta landslið í heimi, þannig að jafntefli eru alveg viðunandi úrslit," sagði Ágúst. "En miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við pínu klaufar að vinna ekki leikinn. Við voru allavega í stöðu til þess og þess vegna er þetta svekkjandi." Ísland tapaði fyrri leiknum með níu mörkum því var ljóst að verkefnið væri nær ómögulegt. En hvernig gekk Ágústi að mótivera sínar stelpur fyrir leikinn? "Það var lítið mál. Við erum með mikið af atvinnumönnum í liðinu sem eru algjörir fagmenn. Eins og fólk sá vantaði ekkert upp á baráttuna og vinnusemina í liðinu en hún var til fyrirmyndar. "Þær gáfu allt í þetta og ég held við getum gengið stoltar frá verkefninu. En auðvitað er maður pínu svekktur og þá serstaklega með að ná ekki betri úrslitum á útivelli," sagði Ágúst sem sagði að íslenska liðið hefði vantað auðveld mörk í dag. Florentina Stanciu varði eins og berserkur en þrátt fyrir það skoraði Ísland aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. "Það er það sem við þurfum. Við vissum það fyrirfram að þær eru hávaxnar og líkamlega sterkar í sínum varnarleik, þannig að við þurftum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum, hvort sem það er úr fyrstu eða annarri bylgju. "Við fengum of lítið af slíkum mörkum og þurfum að fara yfir það," sagði Ágúst að lokum.vísir/ernirHrafnhildur Hanna: Erum ekkert slakari en þetta lið Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk þegar það gerði 19-19 jafntefli við Svartfjallaland á heimavelli í dag. "Þetta eru alveg ásættanleg úrslit. Við vorum að spila við eitt besta lið heims en við mið hvernig leikurinn spilaðist fannst mér við eiga meira skilið. "Við erum ekkert slakari en þetta lið," sagði Hrafnhildur en Ísland tapaði fyrri leiknum með níu marka mun, 28-19. En var sá munur of mikill að mati Hrafnhildar? "Það var alltof mikill munur og gaf ekki rétta mynd af leiknum. Mér fannst við eiga að vinna þann leik miðað við hvernig hann spilaðist. Við vorum klaufar og klúðruðum þessu," sagði Hrafnhildur sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir þennan frammistöðu í íslenska markinu. "Hún var frábær í dag, alveg frábær, en við náðum ekki nýta okkur það með einföldum mörkum úr hraðaupphlaupum." Hrafnhildur til þess að gera nýliði í landsliðinu en hún átti frábært tímabil með Selfossi í vetur. Hún segir að það hafi verið vel tekið á móti sér. "Þetta hefur verið fínt. Mér finnst ég vera velkomin í hópinn og það er gott að koma inn í hann og mér líður vel," sagði Hrafnhildur sem verður áfram í herbúðum Selfoss á næsta tímabili.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira