Mikil reiði meðal verkfallsfólks vegna laganna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:00 vísir/stefán Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira