Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa á undanförnum vikum leitað til Sólstaða, fyrirtækis sem hefur milligöngu um að ráða íslenska hjúkrunarfræðinga til starfa tímabundið í Noregi, en allt síðasta ár. Rósa Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Sólstaða, á von á að enn fleiri muni leita til fyrirtækisins nú þegar lög hafa verið sett á verkfallið. Gríðarlegur áhugi sé á störfum í Noregi.
„Það hafa margir haft samband og athugað hvernig þeir geta fengið vinnu í gegnum okkur. En það auðvitað leita ekki allir til okkar, fólk getur auðveldlega farið út á eigin vegum eða í gegnum önnur sambærileg fyrirtæki í Noregi,“ segir Rósa í samtali við Vísi og bætir við að flestir haldi út í júní eða júlí mánuði.
„Aðal orlofstíminn er að hefjast í Noregi og þá fara flestir út. Ferðirnar sem við höfum farið út núna eru fleiri en við fórum allt árið í fyrra. Svo heldur þetta bara áfram en við erum búin að fá mikið af nýju fólki inn og eigum von á enn fleirum,“ segir hún.
Rósa segir spurn eftir störfum í Noregi mikla. Tekjurnar séu umtalsvert hærri og að auðvelt séð að fá vinnu þar í landi.
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp á Landspítalanum í gær og í dag. Talið er líklegt að enn fleiri muni leggja inn uppsagnarbréf sín í dag en deiluaðilar hafa til 1. júlí til að ná samkomulagi. Formaður samninganefndar Félags íslenskra ríkisins hefur verið boðaður á stöðumatsfund á morgun, en ekki hefur verið boðað til formlegs samninganefndar.

