900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 17:24 Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14
Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04