Svissneska parið dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2015 15:28 Parið var dæmt fyrir nokkra þjófnaði á Vestfjörðum. Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00
Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49