Þjóðin í tvö horn vegna laga á verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Helmingur aðspurðra í nýrri skoðanakönnun blaðsins telur að það hafi ekki verið rétt að setja lög á verkföllin. Vísir/Valli „Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30