Það hafa alltaf verið illmenni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. júní 2015 10:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira