Heimsmet í rítalínnotkun og ofgreining á ADHD Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. júní 2015 11:15 María Einisdóttir Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“ Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira