Hafði mikinn áhuga á veikindum frænda síns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 21. júní 2015 16:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira