Al Jazeera um heilbrigðiskerfi Íslands: „Að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 14:23 Lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga eftir þriggja vikna verkfall. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26
Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12
Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30
Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29