Fáum besta lið heims í milliriðli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2015 07:00 Íslensku strákarnir mæta Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í riðlakeppninni á EM í Póllandi. vísir/ernir „Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira
„Við erum nokkuð ánægðir með þennan riðil,“ segir Aron Kristjánsson um B-riðilinn á EM 2016 í handbolta þar sem Ísland spilar á móti Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í janúar á næsta ári. Strákarnir okkar voru nokkuð heppnir með riðil verður að segjast og landsliðsþjálfarinn því í fínu skapi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við fáum Hvíta-Rússland sem er auðvitað betra en að mæta Þjóðverjum úr 3. styrkleikaflokki, en Noregur var nú eitt af betri liðunum í þeim fjórða. Þetta er samt bara ágætt en verður auðvitað erfitt eins og öll Evrópumót. Við tökum þetta bara skref fyrir skref,“ sagði Aron sem var að fylgjast með yngsta syni sínum spila á Norðurálsmótinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Fari Íslendingar upp úr riðlinum mæta þeir Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í milliriðli sem og gestgjöfunum Pólverjum. „Það er það eina neikvæða við þetta. Frakkarnir eru auðvitað bestir í heimi og Pólverjar með gríðarlega sterkt lið,“ segir Aron sem fagnar því að milliriðillinn sé spilaður í Kraká. „Það er flottasta borgin í Póllandi,“ segir hann. Íslenska landsliðið er komið í sumarfrí en það hittist næst í október þegar tímabilið er hafið. „Það er æfingaleikjavika þarna og svo förum við á æfingamót í Noregi þar sem við spilum við Norðmenn, Dani og Frakka. Svo fara allir núna á fullt í að finna leiki fyrir janúar áður en EM byrjar,“ segir Aron. Ísland spilaði fimm leiki fyrir HM í Katar og það finnst Aroni of mikið. Stefnt verður að því að fækka þeim allavega um einn. „Æfingamótið fyrir EM 2014 kom vel út. Þá spiluðum við þrjá leiki. Fyrir HM í Katar tókum við tvo æfingaleiki við Þjóðverja áður en við fórum á fjögurra landa mót. Undirbúningurinn var því ekki nógu góður. Þrír leikir eru betri, alveg hámark fjórir,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24 Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira
Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33
Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum. 19. júní 2015 14:24
Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. 19. júní 2015 11:00
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21