Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 10:39 Mynd af Ingva Hrafni, þar sem hann sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn af skjánum, hefur vakið upp verulega reiði meðal heilbrigðisstétta. Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira