Háskólagráða lélegur mælikvarði á mannkosti Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 16:17 Kári Stefánsson: "Ég hef unnið með fólki sem er með doktorsgráðu frá bestu háskólum í heimi og hafa verið algjörir ónytjungar. Háskólagráður eru vondur mælikvarði á hvað hverjum og einum ber í laun. Þar er nær að miða við framlag til samfélagsins. Í grófum dráttum er þetta inntak ummæla sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandur í gær. Ummælin hafa vakið athygli, jafnvel orðið til að móðga einhverja og vakið spurningar sem til að mynda hafa brotist út á Facebook: Svo dæmi sé nefnt slær Stefán Pálsson sagnfræðingur fram svohljóðandi spurningu á sinni Facebooksíðu: „Rifjið upp fyrir mér gott fólk – hvað hefur Kári Stefánsson ráðið marga gagnfræðinga í vinnu í annað en þrif og aðstoð í mötuneyti í fyrirtæki sínu?“RIfjið upp fyrir mér gott fólk - hvað hefur Kári Stefánsson ráðið marga gagnfræðinga í vinnu í annað en þrif eða aðstoð í mötuneyti í fyrirtækinu sínu?Posted by Stefán Pálsson on 1. júní 2015Vísir innti Kára nánar eftir því hvað hann væri að fara með þessum ummælum sem virðast til þess fallin að strjúka kettinum öfugt. Hann segir það einkum tvennt eða þrennt sem hann veltir fyrir sér í þessu sambandi.Ódýrar háskólagráður„Þetta er flókið en það er svolítið ljótt, finnst mér, þegar stéttarfélög fólks sem finnst það vera dálítið „powerful“ í samfélaginu er með það sem skoðun eða stefnu hjá sér að þeir lægst launuðu í samfélaginu eigi ekki að fá meiri launabætur heldur en þeir. Mér finnst það grimmt,“ segir Kári sem þó vill leggja á það áherslu að háskólafólk á Íslandi sé alls ekki með of há laun og margir hverjir með alltof lág laun. „Þetta er hins vegar komið á það stig að háskólamenntun, eða háskólagráða á Íslandi, er farin að hafa afskaplega vafasama merkingu. Við erum komin með háskóla á Bifröst og háskóla á Akureyri, háskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands og svo skilst mér að við séum komin með einhvers konar háskóla á Egilsstöðum, þó mér sé ekki alveg ljóst hvað hann gerir? Hvort að menn komi þar saman í háskóla og gróðursetji tré? Ég veit það ekki. Nema, til þess að manna þessa háskóla held ég að við höfum þurft að slá talsvert af kröfum. Það sem menn leggja á sig til að fá háskólagráðu er annað núna en fyrir kannski fimmtíu árum: Það er ekkert Grettistak sem menn verða að lyfta upp til að fá háskólagráðu í íslensku samfélagi.“Ekki betri þrátt fyrir háskólagráðurnarKári segist ekkert viss um að það sé alltaf mikið framlag til samfélagsins þegar menn fá þessa gráðu og auglýsir eftir einhverri annarri aðferð eða leið: „Ef hægt er að finna einhverja aðra aðferð. Ef að við það að fá háskólagráðu þá leggir þú meira til samfélagsins þá ók, þá áttu að fá betri laun. Ef þú hins vegar ferð ekki í háskóla og færð þar af leiðandi meiri tíma til að leggja til samfélagsins, og gerir það vel, þá á líka að umbuna þér fyrir það. Ég er ekkert handviss um, og nú talar maður sem er með aragrúa af háskólagráðum og finnst hann ekkert hafa orðið betri maður fyrir vikið, að þetta sé ekki einhlýtur mælikvarði á ágæti fólks og líkurnar á því að það leggi af mörkum til samfélagsins.“Ég átta mig ekki alltaf á umræðunni um hvað eigi að vera metið launahækkunar; helst vildi ég að allir væru á sömu...Posted by Eiríkur Örn on 1. júní 2015Ýmsir ónytjungar frá bestu háskólunumOg forstjórinn heldur áfram, vægðarlaus í garð háskólamanna: „Ég hef unnið með fólki sem er með doktorsgráðu frá bestu háskólum í heimi og hafa verið algjörir ónytjungar. Ég hef unnið með fólki sem hefur verið með allskonar gráður frá rosalega vondum háskólum og verið duglegt og flott. Þannig að ég er búinn að missa trúna á að háskólagráður gefi mér möguleika á að meta fólk eða framlag þess. Að því sögðu vil ég leggja áherslu á að laun á Íslandi hjá fólki sem er í lægst launaða hópnum séu hræðilega lág. Ég held að millistéttin sé hræðilega illa launuð líka og ég held að Ísland hafi farið þessa leið sem Joseph Stiglitz var að benda á, en ég hlustaði á hann á BBC um daginn, þegar hann var að segja að sá þriðjungur sem hefur lægst laun í vestrænum heimi að kaupmáttur launa hafi ekki aukist í 42 ár. Og að kaupmáttur launa þeirra sem eru í miðjunni hafi ekki aukist í 25 ár. Allt það sem þessi vestrænu samfélög hafa aukið við sig hafi lent í vasa þeirra sem eru í topp-þriðjungi, og að mestu leyti í vasa þeirra sem eru í topp eitt prósent. Hann leggur áherslu á að þetta sé mjög vont fyrir kapítalismann því hann virki ekki í samfélagi þar sem er svona mikill ójöfnuður. Þó ég hafi alist upp við að kapítalismi í samfélagi þar sem er jöfnuður, heitir sósíalismi. En það er annað mál.“Erfitt að meta framlag til samfélagsinsEn, hvernig á að meta framlag hvers um sig til samfélagsins og hver á að meta það? „Já, sko. Hlustaðu nú á mig. Faðir minn heitinn hann var einu sinni á þingi og hann lagði einu sinni fram þingsályktunartillögu sem fjallaði um það að launamunur í samfélaginu ætti ekki að vera meiri á landi en á sjó. Þar sem skipsstjórinn fær tvo hluti og hásetinn einn. Þetta var einföld tillaga, en falleg, en ég held að það sé gífurlega erfitt að meta framlag manna til samfélagsins. Og ég held að margar tillögur til þess hafi verið vondar. En, ég held að nokkurn veginn sú versta sem til er í dag sé að meta framlag fólks til samfélagsins á grundvelli þess hvað það hefur eytt miklum tíma í háskóla. Þetta þýðir ekki að ég viti um einhverja betri aðferð, en þessi virkar ekki lengur ef hún hefur einhvern tíma virkað. Nú skulum við taka einn hluta þessarar stéttarbaráttu. Hjúkrunarfræðingarnir. Engin spurning að við metum þeirra framlag til samfélagsins mjög mikils. Því við förum öll af hjörunum ef þeir hætta að vinna. Engin spurning að þeirra framlag er mjög mikilvægt, ekki vandi að meta það. En þeirra framlag er ekki mikilvægt vegna þess að þeir hafi eytt einhverjum tíma uppi í háskóla. Sumir hjúkrunarfræðingar hafa háskólamenntun og aðrir, að minnsta kosti úti í Kanada, höfðu það ekki. Framlag þeirra var ekki mikilvægt af því að þeir höfðu farið í háskóla heldur ósköp einfaldlega vegna þess að það að hlúa að lösnu og meiddum er svo mikilvægt.“Bitnar á þeim sem minnst mega sínEinhvern tíma var það sett í kjarasamninga að ljósmæður færu í meira nám, ekki til að gera þær hæfari, enda voru þær hæfar til að sinna sínu starfi, heldur til að hækka laun þeirra. Ertu að tala um eitthvað slíkt? „Já, þetta heitir að láta hestinn ýta kerrunni en ekki draga hana. En, ég er líklega búinn að segja of mikið, og verð líklega tekinn af lífi, en það skiptir ekki máli – ég er orðinn svo gamall. En þetta er flókið. Það eina sem ég er að segja er að við búum í samfélagi þar sem er mikill ójöfnuður, fer vaxandi og mér finnst eins og stéttirnar sem eru að berjast núna séu að gera það svolítið mikið með því að troða á öxlum þeirra sem eru fyrir neðan. Grimmir í því að berjast fyrir sínum bita af kökunni. Ég er ekkert að álasa fólki fyrir það, er bara að benda á að þannig er það. Og þá bitnar það á þeim sem minnst mega sín. Þeir eiga fæsta málsvarana. Þeir hafa minnstan aðgang að fjölmiðlum. Þeir eiga minnstan stuðning í þessu samfélagi og ef þetta væri bíómynd myndi ég láta banna hana innan 16 ára.“Í reynd virðast laun ráðast að nokkru af markaði og að nokkru af því sem kemur út úr slagsmálum stéttarfélaga og...Posted by Atli Harðarson on 31. maí 2015 Tengdar fréttir „Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Kári Stefánsson og Bolli Héðinsson ræddu jöfnuð og kjaradeilur í Sprengisandi. 31. maí 2015 11:35 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Háskólagráður eru vondur mælikvarði á hvað hverjum og einum ber í laun. Þar er nær að miða við framlag til samfélagsins. Í grófum dráttum er þetta inntak ummæla sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandur í gær. Ummælin hafa vakið athygli, jafnvel orðið til að móðga einhverja og vakið spurningar sem til að mynda hafa brotist út á Facebook: Svo dæmi sé nefnt slær Stefán Pálsson sagnfræðingur fram svohljóðandi spurningu á sinni Facebooksíðu: „Rifjið upp fyrir mér gott fólk – hvað hefur Kári Stefánsson ráðið marga gagnfræðinga í vinnu í annað en þrif og aðstoð í mötuneyti í fyrirtæki sínu?“RIfjið upp fyrir mér gott fólk - hvað hefur Kári Stefánsson ráðið marga gagnfræðinga í vinnu í annað en þrif eða aðstoð í mötuneyti í fyrirtækinu sínu?Posted by Stefán Pálsson on 1. júní 2015Vísir innti Kára nánar eftir því hvað hann væri að fara með þessum ummælum sem virðast til þess fallin að strjúka kettinum öfugt. Hann segir það einkum tvennt eða þrennt sem hann veltir fyrir sér í þessu sambandi.Ódýrar háskólagráður„Þetta er flókið en það er svolítið ljótt, finnst mér, þegar stéttarfélög fólks sem finnst það vera dálítið „powerful“ í samfélaginu er með það sem skoðun eða stefnu hjá sér að þeir lægst launuðu í samfélaginu eigi ekki að fá meiri launabætur heldur en þeir. Mér finnst það grimmt,“ segir Kári sem þó vill leggja á það áherslu að háskólafólk á Íslandi sé alls ekki með of há laun og margir hverjir með alltof lág laun. „Þetta er hins vegar komið á það stig að háskólamenntun, eða háskólagráða á Íslandi, er farin að hafa afskaplega vafasama merkingu. Við erum komin með háskóla á Bifröst og háskóla á Akureyri, háskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands og svo skilst mér að við séum komin með einhvers konar háskóla á Egilsstöðum, þó mér sé ekki alveg ljóst hvað hann gerir? Hvort að menn komi þar saman í háskóla og gróðursetji tré? Ég veit það ekki. Nema, til þess að manna þessa háskóla held ég að við höfum þurft að slá talsvert af kröfum. Það sem menn leggja á sig til að fá háskólagráðu er annað núna en fyrir kannski fimmtíu árum: Það er ekkert Grettistak sem menn verða að lyfta upp til að fá háskólagráðu í íslensku samfélagi.“Ekki betri þrátt fyrir háskólagráðurnarKári segist ekkert viss um að það sé alltaf mikið framlag til samfélagsins þegar menn fá þessa gráðu og auglýsir eftir einhverri annarri aðferð eða leið: „Ef hægt er að finna einhverja aðra aðferð. Ef að við það að fá háskólagráðu þá leggir þú meira til samfélagsins þá ók, þá áttu að fá betri laun. Ef þú hins vegar ferð ekki í háskóla og færð þar af leiðandi meiri tíma til að leggja til samfélagsins, og gerir það vel, þá á líka að umbuna þér fyrir það. Ég er ekkert handviss um, og nú talar maður sem er með aragrúa af háskólagráðum og finnst hann ekkert hafa orðið betri maður fyrir vikið, að þetta sé ekki einhlýtur mælikvarði á ágæti fólks og líkurnar á því að það leggi af mörkum til samfélagsins.“Ég átta mig ekki alltaf á umræðunni um hvað eigi að vera metið launahækkunar; helst vildi ég að allir væru á sömu...Posted by Eiríkur Örn on 1. júní 2015Ýmsir ónytjungar frá bestu háskólunumOg forstjórinn heldur áfram, vægðarlaus í garð háskólamanna: „Ég hef unnið með fólki sem er með doktorsgráðu frá bestu háskólum í heimi og hafa verið algjörir ónytjungar. Ég hef unnið með fólki sem hefur verið með allskonar gráður frá rosalega vondum háskólum og verið duglegt og flott. Þannig að ég er búinn að missa trúna á að háskólagráður gefi mér möguleika á að meta fólk eða framlag þess. Að því sögðu vil ég leggja áherslu á að laun á Íslandi hjá fólki sem er í lægst launaða hópnum séu hræðilega lág. Ég held að millistéttin sé hræðilega illa launuð líka og ég held að Ísland hafi farið þessa leið sem Joseph Stiglitz var að benda á, en ég hlustaði á hann á BBC um daginn, þegar hann var að segja að sá þriðjungur sem hefur lægst laun í vestrænum heimi að kaupmáttur launa hafi ekki aukist í 42 ár. Og að kaupmáttur launa þeirra sem eru í miðjunni hafi ekki aukist í 25 ár. Allt það sem þessi vestrænu samfélög hafa aukið við sig hafi lent í vasa þeirra sem eru í topp-þriðjungi, og að mestu leyti í vasa þeirra sem eru í topp eitt prósent. Hann leggur áherslu á að þetta sé mjög vont fyrir kapítalismann því hann virki ekki í samfélagi þar sem er svona mikill ójöfnuður. Þó ég hafi alist upp við að kapítalismi í samfélagi þar sem er jöfnuður, heitir sósíalismi. En það er annað mál.“Erfitt að meta framlag til samfélagsinsEn, hvernig á að meta framlag hvers um sig til samfélagsins og hver á að meta það? „Já, sko. Hlustaðu nú á mig. Faðir minn heitinn hann var einu sinni á þingi og hann lagði einu sinni fram þingsályktunartillögu sem fjallaði um það að launamunur í samfélaginu ætti ekki að vera meiri á landi en á sjó. Þar sem skipsstjórinn fær tvo hluti og hásetinn einn. Þetta var einföld tillaga, en falleg, en ég held að það sé gífurlega erfitt að meta framlag manna til samfélagsins. Og ég held að margar tillögur til þess hafi verið vondar. En, ég held að nokkurn veginn sú versta sem til er í dag sé að meta framlag fólks til samfélagsins á grundvelli þess hvað það hefur eytt miklum tíma í háskóla. Þetta þýðir ekki að ég viti um einhverja betri aðferð, en þessi virkar ekki lengur ef hún hefur einhvern tíma virkað. Nú skulum við taka einn hluta þessarar stéttarbaráttu. Hjúkrunarfræðingarnir. Engin spurning að við metum þeirra framlag til samfélagsins mjög mikils. Því við förum öll af hjörunum ef þeir hætta að vinna. Engin spurning að þeirra framlag er mjög mikilvægt, ekki vandi að meta það. En þeirra framlag er ekki mikilvægt vegna þess að þeir hafi eytt einhverjum tíma uppi í háskóla. Sumir hjúkrunarfræðingar hafa háskólamenntun og aðrir, að minnsta kosti úti í Kanada, höfðu það ekki. Framlag þeirra var ekki mikilvægt af því að þeir höfðu farið í háskóla heldur ósköp einfaldlega vegna þess að það að hlúa að lösnu og meiddum er svo mikilvægt.“Bitnar á þeim sem minnst mega sínEinhvern tíma var það sett í kjarasamninga að ljósmæður færu í meira nám, ekki til að gera þær hæfari, enda voru þær hæfar til að sinna sínu starfi, heldur til að hækka laun þeirra. Ertu að tala um eitthvað slíkt? „Já, þetta heitir að láta hestinn ýta kerrunni en ekki draga hana. En, ég er líklega búinn að segja of mikið, og verð líklega tekinn af lífi, en það skiptir ekki máli – ég er orðinn svo gamall. En þetta er flókið. Það eina sem ég er að segja er að við búum í samfélagi þar sem er mikill ójöfnuður, fer vaxandi og mér finnst eins og stéttirnar sem eru að berjast núna séu að gera það svolítið mikið með því að troða á öxlum þeirra sem eru fyrir neðan. Grimmir í því að berjast fyrir sínum bita af kökunni. Ég er ekkert að álasa fólki fyrir það, er bara að benda á að þannig er það. Og þá bitnar það á þeim sem minnst mega sín. Þeir eiga fæsta málsvarana. Þeir hafa minnstan aðgang að fjölmiðlum. Þeir eiga minnstan stuðning í þessu samfélagi og ef þetta væri bíómynd myndi ég láta banna hana innan 16 ára.“Í reynd virðast laun ráðast að nokkru af markaði og að nokkru af því sem kemur út úr slagsmálum stéttarfélaga og...Posted by Atli Harðarson on 31. maí 2015
Tengdar fréttir „Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Kári Stefánsson og Bolli Héðinsson ræddu jöfnuð og kjaradeilur í Sprengisandi. 31. maí 2015 11:35 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Kári Stefánsson og Bolli Héðinsson ræddu jöfnuð og kjaradeilur í Sprengisandi. 31. maí 2015 11:35