Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi skrifar 3. júní 2015 07:31 Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar