Craig fyrsti erlendi þjálfarinn í 26 ár á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 16:15 Craig Pedersen fyrir miðju með aðstoðarþjálfurunum Arnari Guðjónssyni og Finni Frey Stefánssyni. mynd/kkí Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira