Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 07:00 Birkir er á fullu með Pescara í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/ap FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30