Lög á verkföll ekki enn rædd Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. júní 2015 12:05 Hjúkrunarfræðingar, félagsmenn í BHM og fleiri mótmæltu utan við stjórnarráðið í morgun. Vísir/Lillý Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun, en hlé var gert á fundi til að ráðherrar gætu tekið þátt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Fundinum heldur áfram á eftir, en Bjarni segir að lög á verkfall séu ekki á dagskrá þess fundar. „Ég er ekki með slíkt mál fyrir mitt leyti, en mér finnst eðlilegt að að minnsta kosti undir liðnum önnur mál verði staðan í kjaradeilum rædd. Mér finnst það nú ekki nema eðlilegt, við höfum að jafnaði tekið stöðuna á ríkisstjórnarfundum í kjaradeilum og hún er alvarleg. Hún er að bitna á mörgum sem síst skyldi og verkföllin hafa staðið gríðarlega lengi og það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll.“Áhyggjufullur yfir stöðu mála Bjarni segir að að á meðan líf sé í viðræðum verði ekki boðuð lög á verkfallið. Hann hafi þó áhyggjur af því hve væntingar séu um miklar breytingar í einu skrefi og ekki sé hægt að verða við því að leiðrétta misgengi sem orðið hefur á allt að tíu árum. „Við erum ekki, á meðan það er líf í viðræðum, að boða lög á verkfallið. Ég verð samt að segja það að ég hef áhyggjur af því að ekki skuli hafa verið boðað til fundar og það skuli ekki hafa náðst betur saman á síðasta fundi með BHM.“ Félagar í BHM stóðu fyrir fjölmennum mótmælum fyrir utan stjórnarráðshúsið á meðan á ríkisstjórnarfundi stóð. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun, en hlé var gert á fundi til að ráðherrar gætu tekið þátt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Fundinum heldur áfram á eftir, en Bjarni segir að lög á verkfall séu ekki á dagskrá þess fundar. „Ég er ekki með slíkt mál fyrir mitt leyti, en mér finnst eðlilegt að að minnsta kosti undir liðnum önnur mál verði staðan í kjaradeilum rædd. Mér finnst það nú ekki nema eðlilegt, við höfum að jafnaði tekið stöðuna á ríkisstjórnarfundum í kjaradeilum og hún er alvarleg. Hún er að bitna á mörgum sem síst skyldi og verkföllin hafa staðið gríðarlega lengi og það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll.“Áhyggjufullur yfir stöðu mála Bjarni segir að að á meðan líf sé í viðræðum verði ekki boðuð lög á verkfallið. Hann hafi þó áhyggjur af því hve væntingar séu um miklar breytingar í einu skrefi og ekki sé hægt að verða við því að leiðrétta misgengi sem orðið hefur á allt að tíu árum. „Við erum ekki, á meðan það er líf í viðræðum, að boða lög á verkfallið. Ég verð samt að segja það að ég hef áhyggjur af því að ekki skuli hafa verið boðað til fundar og það skuli ekki hafa náðst betur saman á síðasta fundi með BHM.“ Félagar í BHM stóðu fyrir fjölmennum mótmælum fyrir utan stjórnarráðshúsið á meðan á ríkisstjórnarfundi stóð.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira