Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir og fór hann einfaldlega á kostum. Davíð og Ósk fara út um allt í sumar og kíkja á helstu viðburði.
Meðal gesta á tónleikunum voru Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, fjölskylda Gísla Pálma og þar á meðan Sigurður Gísli Pálmason, Logi Pedro, Halldór Helgason, snjóbrettakappi og Mikael Torfason.
Eins og áður segir voru tónleikarnir magnaðir og var Lífið á Vísi á sviðinu og baksviðs. Fullt var útúr dyrum og skemmtu gestirnir sér virkilega vel. Hér að ofan má sjá fyrsta þáttinn af Sumarlífinu.

