Kári Steinn fékk silfur: Enn slappur eftir Hamburg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:23 Kári Steinn í hlaupinu í dag. Marcos Sanza Arranz frá Andorra er á undan honum en hann vann að lokum gull. Vísir/Andri Marinó Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira