Ghetto-betur er ávallt í umsjón Steinda Jr. en þar fjalla spurningarnar um lífið í ghettoinu. Eiður Smári keppti fyrir hönd neðra Breiðholtsins og Gylfi Þór fyrir hönd Setbergsins í Hafnarfirði.
Svo fór að Eiður Smári vann keppnina fyrir hönd neðra Breiðholtsins.
Útvarpsþátturinn FM95BLÖ er alla föstudaga milli fjögur og sex á útvarpsstöðinni FM957 í umsjón Auðuns Blöndal en hlusta má á keppnina hér að neðan.