Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 12:07 Ingólfur Helgason (lengst til hægri) við hlið verjanda síns. Vísir/GVA Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46