Afbókunum fjölgar í aðdraganda verkfalls Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2015 12:53 VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara.
Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira