Stigagjöfin er ekki síður spennandi hluti af Eurovision en lögin sjálf. Meðfylgjandi er stigatafla sem þú getur prentað út til að hafa við hendina á meðan fyrra undanúrslitakvöld Eurovision 2015 fer fram í kvöld.
Þú getur notað stigatöfluna með því að gefa hverju lagi stig fyrir þá eiginleika sem þér líkar og mínusstig fyrir það sem þér líkar ekki. Þú skráir stigin í töfluna jafnóðum, telur þau svo saman og þá þarftu ekki að vera í vafa um bestu lögin – að þínu eigin mati að minnsta kosti.

