Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 23:20 Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent