Lífið

Ítalir loka Eurovision

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Röð keppenda í úrslitum Eurovision var birt á netinu í gærkvöldi en það eru ítölsku strákarnir í Il Volo sem loka kvöldinu.
Röð keppenda í úrslitum Eurovision var birt á netinu í gærkvöldi en það eru ítölsku strákarnir í Il Volo sem loka kvöldinu. Vísir/EBU
Ítalír loka Eurovisionkvöldinu á morgun þegar þeir stíga síðastir á svið. Slóvenar byrja hins vegar kvöldið en 27 lönd keppast um sigur í þessari stærstu söngvakeppni heims. Eins og allir vita er María Ólafsdóttir ekki á meðal keppenda.



Sænska lagið verður tíunda lag kvöldsins.Vísir/EBU
Stjórnendur Eurovision birtu í gærkvöldi röð keppenda í úrslitum Eurovision sem fram fer á morgun. Dregið var hvort löndin væru í fyrri hluta keppninnar eða þeim seinni en síðan tóku framleiðendur keppninnar að sér að raða lögunum upp.



Ítölsku piltarnir í Il Volo þykja sigurstranglegir í keppninni og kann því ekki að koma á óvart að þeir loki kvöldinu. Lengi hefur verið talið gott að vera síðastur í röð flytjenda. 



Sænska lagið, sem einnig þykir líklegt til árangurs í keppninni, er tíunda lag kvöldsins. Framlag Rússa þykir líka sterkt er númer 25 í röðinni, þriðja síðasta lagið. 

Svona lítur röð keppenda út:

  1. Slóvenía
  2. Frakkland
  3. Ísrael
  4. Eistland
  5. Bretland
  6. Armenía
  7. Litháen
  8. Serbía
  9. Noregur
  10. Svíþjóð
  11. Kýpur
  12. Ástralía
  13. Belgía
  14. Austurríki
  15. Grikkland
  16. Svartfjallaland
  17. Þýskaland
  18. Pólland
  19. Lettland
  20. Rúmenía
  21. Spánn
  22. Ungverjaland
  23. Georgía
  24. Aserbaídsjan
  25. Rússland
  26. Albanía
  27. Ítalía





Fleiri fréttir

Sjá meira


×