Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 11:06 „Núna er bara kærkomin hvíld,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir/Stefán/Andri Marinó Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún. Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún.
Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning