Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 13:24 Stuðningskveðjum hefur ringt yfir Maríu Ólafsdóttur á Facebook-síðu hennar nú í dag. Vísir Stuðningskveðjum hefur ringt yfir Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision-söngvakeppninni þetta árið, á Facebook-síðu hennar nú í dag. María var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi en í Facebook-færslu eftir keppnina segist hún ganga sátt í burtu frá keppninni. „Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti sér drauma en var of feimin til að framkvæma þá,“ skrifar María. „Í kvöld stóð ég uppi á stærsta sviði fyrir framan milljónir manna og söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga.Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Maður getur alltaf gert betur en ég labba sátt í burtu frá keppni, ég gerði mitt besta þessar þrjár mínútur og meira get ég ekki gert,“ bætir hún við. Fjöldi vina, vandamanna og aðdáenda tjáir sig í ummælum við færsluna og hrósar Maríu fyrir frammistöðu sína í gær.María fór út fyrir Íslands hönd og var til sóma. Ásmundur Einar fór út fyrir Íslands hönd og ældi yfir fólk. Verum pirruð út í hann. #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) May 21, 2015 „That‘s the spirit!“ segir Einar Bárðarson, lagasmiður og umboðsmaður, sem sjálfur hefur reynslu af því að keppa í Eurovision. Hann samdi framlag Íslands til keppninnar árið 2001, Birtu með sveitinni 2 Tricky. „Frábær pistill,“ skrifar söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem keppti fyrir Íslands hönd árið 2013 með lagið Ég á líf. „Þetta er mikilvægasta skrefið í skólanum sem bransinn er. Ég er enn ekki búinn að mastera þetta skref. Þú varst og ert frábær, til hamingju með árangurinn.“Þú stóðst þig vel María Átt framtíðina fyrir þérÞað er ekki auðvelt að verða almenningseign svona ungKæru samlandar...Posted by Samúel Jón Samúelsson on 21. maí 2015Sjálfur Björgvin Halldórsson söngvari þakkar fyrir sig, sendir Maríu kveðjur og segir hana bregðast við eins og atvinnumaður. Þá lýsir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari því hvernig hann horfði á frammistöðu Maríu á hóteli í Grundarfirði ásamt öllu starfsfólki hótelsins og nokkrum Þjóðverjum.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ „Við vorum öll stolt af þér og ég sérstaklega,“ skrifar Jóhannes Haukur. „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ „Innilega til hamingju, kæra María fyrir frábæra frammistöðu og að vera þú sjálf og ekki breyta því,“ skrifar svo Ellen Kristjánsdóttir söngkona annars staðar á síðunni. Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, vill ekki tjá sig um hvort hópurinn fái áfram dagpeninga. 22. maí 2015 11:06 #12Stig tístað 13.495 sinnum í gær Ari Eldjárn átti vinsælasta tístið af öllum. 22. maí 2015 12:15 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Stuðningskveðjum hefur ringt yfir Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision-söngvakeppninni þetta árið, á Facebook-síðu hennar nú í dag. María var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi en í Facebook-færslu eftir keppnina segist hún ganga sátt í burtu frá keppninni. „Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti sér drauma en var of feimin til að framkvæma þá,“ skrifar María. „Í kvöld stóð ég uppi á stærsta sviði fyrir framan milljónir manna og söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga.Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Maður getur alltaf gert betur en ég labba sátt í burtu frá keppni, ég gerði mitt besta þessar þrjár mínútur og meira get ég ekki gert,“ bætir hún við. Fjöldi vina, vandamanna og aðdáenda tjáir sig í ummælum við færsluna og hrósar Maríu fyrir frammistöðu sína í gær.María fór út fyrir Íslands hönd og var til sóma. Ásmundur Einar fór út fyrir Íslands hönd og ældi yfir fólk. Verum pirruð út í hann. #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) May 21, 2015 „That‘s the spirit!“ segir Einar Bárðarson, lagasmiður og umboðsmaður, sem sjálfur hefur reynslu af því að keppa í Eurovision. Hann samdi framlag Íslands til keppninnar árið 2001, Birtu með sveitinni 2 Tricky. „Frábær pistill,“ skrifar söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem keppti fyrir Íslands hönd árið 2013 með lagið Ég á líf. „Þetta er mikilvægasta skrefið í skólanum sem bransinn er. Ég er enn ekki búinn að mastera þetta skref. Þú varst og ert frábær, til hamingju með árangurinn.“Þú stóðst þig vel María Átt framtíðina fyrir þérÞað er ekki auðvelt að verða almenningseign svona ungKæru samlandar...Posted by Samúel Jón Samúelsson on 21. maí 2015Sjálfur Björgvin Halldórsson söngvari þakkar fyrir sig, sendir Maríu kveðjur og segir hana bregðast við eins og atvinnumaður. Þá lýsir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari því hvernig hann horfði á frammistöðu Maríu á hóteli í Grundarfirði ásamt öllu starfsfólki hótelsins og nokkrum Þjóðverjum.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ „Við vorum öll stolt af þér og ég sérstaklega,“ skrifar Jóhannes Haukur. „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ „Innilega til hamingju, kæra María fyrir frábæra frammistöðu og að vera þú sjálf og ekki breyta því,“ skrifar svo Ellen Kristjánsdóttir söngkona annars staðar á síðunni.
Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, vill ekki tjá sig um hvort hópurinn fái áfram dagpeninga. 22. maí 2015 11:06 #12Stig tístað 13.495 sinnum í gær Ari Eldjárn átti vinsælasta tístið af öllum. 22. maí 2015 12:15 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, vill ekki tjá sig um hvort hópurinn fái áfram dagpeninga. 22. maí 2015 11:06