„Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti sér drauma en var of feimin til að framkvæma þá,“ skrifar María. „Í kvöld stóð ég uppi á stærsta sviði fyrir framan milljónir manna og söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga.
Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax
Maður getur alltaf gert betur en ég labba sátt í burtu frá keppni, ég gerði mitt besta þessar þrjár mínútur og meira get ég ekki gert,“ bætir hún við.
Fjöldi vina, vandamanna og aðdáenda tjáir sig í ummælum við færsluna og hrósar Maríu fyrir frammistöðu sína í gær.
María fór út fyrir Íslands hönd og var til sóma. Ásmundur Einar fór út fyrir Íslands hönd og ældi yfir fólk. Verum pirruð út í hann. #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) May 21, 2015
„Frábær pistill,“ skrifar söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem keppti fyrir Íslands hönd árið 2013 með lagið Ég á líf. „Þetta er mikilvægasta skrefið í skólanum sem bransinn er. Ég er enn ekki búinn að mastera þetta skref. Þú varst og ert frábær, til hamingju með árangurinn.“
Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“
„Við vorum öll stolt af þér og ég sérstaklega,“ skrifar Jóhannes Haukur. „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“
„Innilega til hamingju, kæra María fyrir frábæra frammistöðu og að vera þú sjálf og ekki breyta því,“ skrifar svo Ellen Kristjánsdóttir söngkona annars staðar á síðunni.