María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 14:55 „Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24
María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14