Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 12:31 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Vísir/GVA Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson. Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson.
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira