Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 18:52 Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira