Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 19:25 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent