Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 19:25 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31