BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2015 22:24 Háskólamenn eru ósáttir við ummæli forsætisráðherra. Vísir Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47