Týr á leið heim og fer aftur út Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:00 Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk. Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk.
Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira