Týr á leið heim og fer aftur út Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:00 Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk. Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk.
Flóttamenn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira