Boðað hefur verið til samningafundar í deilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í dag. Starfsgreinasambandið hefur ekki enn frestað fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum sínum líkt og önnur stór verkalýðsfélög hafa gert.
Sambandið fer með samningsumboð fimmtán aðildarfélaga sinna við Samtök atvinnulífisins.
Búist er við því að á fundinum verði lögð fram samskonar drög að kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands samþykktu í gær.

