Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 07:27 Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti en nóttin gekk vel á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Mynd úr safni. Vísir/Ernir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær. Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær.
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira