Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2015 10:41 Björn Grétar Sveinsson segir samningsdrögin ekki upp á marga fiska. Vísir Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16