Aðgerðir ríkisstjórnar vegna samninga ljósar fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:45 Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira