Aðgerðir ríkisstjórnar vegna samninga ljósar fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:45 Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira