„Ég kom með konuna mína í rannsókn eftir heilaaðgerð en hún átti að fara í heilalínurit, viðtöl og ómmyndavélar en hún kemst ekki í það. Þannig að við verðum bara að fara heim aftur, koma bara seinna. Þetta er bagalegt því það er ýmislegt sem þarf að skoða,“ sagði Heiðar Friðriksson, eiginmaður konunnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Við þurftum að byrja strax í morgun að takmarka aðgengi á deildinni, við eiginlega getum bara sinnt bráðatilfellum og þeir sem hafa minniháttar áverka eða veikindi að ræða við höfum þurft að vísa þeim annað,“ sagði Ragna. „Þetta leggst þungt á alla, bæði starfsmenn og sjúklinga. Þetta er eiginlega óþolandi ástand.“
Um fimm hundruð hjúkrunarfræðingar eru á öryggislista og því við vinnu á meðan á verkfallinu stendur. Síðdegis höfðu svo ríflega eitt hundrað undanþágubeiðnir borist um að fá að kalla út hjúkrunarfræðinga til vinnu og hafa nær allar verið samþykktar.
Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.