Ásdís: Þrír og hálfur mánuður síðan ég var með með brotna hendi og tárin í augunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 20:34 Ásdís Hjálmsdóttir fer á HM í ár og ÓL á næsta ári. vísir/getty „Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
„Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira