Hænufet í rétta átt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 11. maí 2015 19:09 Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira